Hundaþjálfun með Brynhildi Melot

Fagleg hundaþjálfun byggð á reynslu og þekkingu

Eftir sex ár í London er ég nýflutt aftur heim til Íslands. Þar starfaði ég í fimm ár með hundum, þar af þrjú ár sem hundaþjálfari. Ég hef unnið með fjölbreyttar tegundir, allt frá litlum hundum eins og Chihuahua og Yorkshire Terrier, til stærri og meira krefjandi tegunda á borð við Cane Corso og Belgian Malinois. Einnig hef ég öðlast mikla reynslu af þjálfun varðhunda, þar sem hlýðni, sjálfstjórn og öryggi skipta öllu máli.

Áður en ég flutti til London bjó ég í Frakklandi og starfaði hjá Pur Cheval, þar sem ég vann með íslenskum hestum. Dýr hafa ávallt verið mér hugleikin og ég hóf fyrstu skref mín í hundaþjálfun fyrir fimm árum með námi hjá The Institute of Modern Dog Trainers (IMDT), sem sérhæfir sig í þjálfun byggðri á jákvæðri styrkingu.

Eftir nokkur ár þar sem ég vann einungis með jákvæða styrkingu fann ég þörf fyrir að dýpka og víkka þekkingu mína. Ég stundaði því frekara nám hjá Phoenix K9, þar sem lögð er áhersla á breiðara úrval þjálfunaraðferða, bygðar á sama grunni og hjá IMDT, en með öðrum nálgunum og útfærslum. Þessi blanda af fræðilegri þekkingu og hagnýtri reynslu hefur mótað mína aðferðafræði í dag.

Hundaþjálfun
Hundaþjálfunarvottun

Nú snýst þjálfun mín fyrst og fremst um að lesa hvern hund fyrir sig – að skoða eðli hans, hegðun og takta og þar af leiðandi móta þjálfunina út frá því. Reynslan hefur kennt mér að engin ein aðferð hentar öllum hundum. Ég hef unnið með hunda með fjölbreytt hegðunarvandamál og mismunandi þarfir, en markmið mitt er ávallt að gera ferlið bæði árangursríkt og ánægjulegt – fyrir hundinn og eigandann.

Ég legg áherslu á þolinmæði. Árangur getur tekið tíma, en lykillinn er að halda áfram, taka eftir litlum framförum og byggja upp traust og samvinnu á traustum grunni.

Hundaþjálfun
19.000 kr fyrsti tíminn
12.500 kr eftir það
Bóka þjálfun →