Um okkur

Saga Sporsins og leiðin okkar hingað

Saga Sporsins

Sporið ehf. var stofnað árið 2023 af Arnrúnu Bergljótardóttur þegar hún var 26 ára gömul. Hugmyndin spratt upp þegar hún var beðin um að passa hundinn hann Orra, 9 ára gamall Briard sveitahundur, í miðbæ Reykjavíkur heima hjá samstarfsfélaga Arnrúnar. Pössunin gekk eins og í sögu og samstarfsfélagi hennar bókaði hana aftur í næsta mánuði - og þá áttaði Arnrún sig fljótt á því hvað þetta væri skemmtilegt og gefandi starf.

Arnrún hefði alltaf verið mikill dýravinur og viljað eiga sinn eigin hund eða kött, en var ekki tilbúin að skuldbinda sig alveg í það hlutverk og hafði sjálf ekki aðstöðu til að eiga gæludýr á þeim tíma. Hún reyndar fékk sér hamstur þegar hún var 19 ára, en þeir lifa nú ekki lengi því miður. Einnig heillaði fjölbreytileikinn sem fylgdi starfsemi Sporsins hana Arnrúnu og henni líkaði að fá tækifæri til að búa í allskonar hverfum, kynnast yndislegum dýrum um alla Reykjavík og skemmtilegu eigendum þeirra.

Sporið
Dýravinir

Þróun og vöxtur

Núna þremur árum seinna hefur Arnrún fengið þann heiður að kynnast ótalmörgum hundum og köttum um land allt, tengst eigendum þeirra og búið á um 70 heimilum um allt landið. Núna er eftirspurnin farin að aukast og ákvað Arnrún að hefja leitina að góðum dýravinum sem vildu slást í hóp með henni og gera Sporið officíalt - og svoleiðis varð Sporið ehf. að veruleika árið 2025.

Síðan stofnun Sporsins ehf. hefur bæst við aukin þjónusta og enn meira öryggi fyrir bæði gæludýr, eigendur þeirra og starfsfólk Sporsins. And the rest is history!

Teymið

Arnrún Bergljótardóttir

Arnrún Bergljótardóttir

CEO

Örn

Örn Svansson

COO

Kristrun

Kristrún Valþórsdóttir

QC

Eythor

Eythor Bender

Advisor