Daglegar heimsóknir
Innlit fyrir gæludýrið þitt á hvaða tíma sólarhringsins
Sporið býður uppá innlit fyrir dýrin þín, á hvaða tíma sólarhringsins. Innlit felur í sér að starfsmaður Sporsins kemur í heimsókn í þeim tilgangi að eyða tíma með gæludýrinu þínu og veita því félagsskap.
Hvort sem það væri knús og klapp, að gefa þeim að borða eða einfaldlega að veita þeim félagsskap þá erum við til staðar fyrir þig og loðna vin þinn.
Innlit geta verið 10 mínútur, 30 mínútur, 60 mínútur eða 90 mínútur. Í innliti er allt innifalið sem hentar þér, hvort sem það er að gefa dýrinu þínu að borða, fara með það í göngutúr, hreinsa kattarkassann eða veita dýrinu ást og umhyggju.

Daglegar heimsóknir
Frá 3.000 kr / heimsókn
