Heimapössun
Persónuleg pössun á heimili þínu – dýrið í öruggum höndum
Heimapössun Sporsins innifelur afar víðtæka þjónustu - þar sem passari Sporsins flytur inn á heimili þitt til að veita gæludýrinu þínu meira öryggi og festu á eigin heimili meðan þú ert í burtu.
Dýrapassari Sporsins hugsar um dýrið þitt eins og það sé sitt eigið, og eyðir mestmegnis af deginum að hugsa um það. Allar sérþarfir dýrsins eru sinntar, og einnig virkar starfsmaðurinn sem góð þjófavörn fyrir heimilið þitt meðan þú ert að heiman.
Með þjónustu Sporsins er hægt að fá hágæða þjónustu fyrir dýrið og heimilið - svo að þegar þú kemur heim þá er þinn besti vinur slakur og öruggur eftir að hafa verið veitt næga umhyggju og ást.



Pössun hjá passara
Pössun hjá passara Sporsins innifelur sömu þjónustu og heimapössunin, nema á heimili passarans. Þessi þjónusta hentar vel þeim eigendum sem kjósa þessa þjónustu framyfir heimapössun, hafa ekki aðstöðu til að bjóða dýrapassara heim til sín, standa í flutningum eða búa úti á landi.
Einnig er hægt að sækja um dýrataxa til að gæludýrið þitt sé sótt og skutlað aftur heim til sín.
